Þann 18. apríl hefst á ný kynslóðanámskeiðið tálgað í tré með Ólafi Oddssyni skógræktarfræðingi. Námskeiðið fékk afar góðar viðtökur síðastliðið vor, en Ólafur er frumkvöðull á sviði útikennslu og hefur haldið fjölmörg tálgunarnámskeið. Í lok námskeiðs verður farið í ævintýraferð upp í Kjós þar sem Ólafur hefur ræktað sinn eigin skóg síðastliðna áratugi. Skráning er hafin á námskeiðið.
Skáldað í ull – 27. mars MEÐ PRJÓNAHÖNNUÐI – EIN KVÖLDSTUND Bergrós Kjartansdóttir prjónahönnuður kynnir og kennir prjónahönnun sína Heimsljós og Norðurljós. Flíkurnar hafa notið mikilla vinsælda prjónafólks og birtust síðastliðið haust í prjónablaðinu Lopa 31, frá Ístex.Bergrós segir frá kveikjunni að flíkunum og þeim leiðum sem hún fer í sinni hönnun. Þátttakendur fá hér […]