Akrýl

  • Akrýlmálun

    68.900 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlmálun. Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig akrýlmálning virkar og mismunandi aðferðir til að vinna með hana, ásamt því að fara yfir pensla, blýanta, pappír og striga.

     

  • Teikning í formi skissubókar · 16 ára og eldri

    43.900 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í teikningu en einnig þeim sem hafa teiknað áður og vilja ná betri grunnfærni og læra nýjar aðferðir. Kenndar verða mismunandi aðferðir og helstu undirstöðuatriði þegar kemur að teikningu. Í tímunum munu nemendur æfa sig í að teikna mismunandi hluti eftir uppstillingu og læra hvaða aðferðir er best að nota til þess. Markmiðið er að nemendur öðlist öryggi í að teikna það sem er fyrir framan þá og ná að fullvinna myndir með viðeigandi aðferðum.