Á Ukulele námskeiðinu fá nemendurnir að læra grunnfærni, grunntækni og grunnhljóma á hljóðfærið og læra skemmtileg ukulele lög sem að allir þekkja, Don’t worry be happy, Somewhere over the rainbow, I’m Yours eru dæmi um lög sem verða kennd.
Auk þess fá nemendurnir sjálfir að velja lög til að læra. Í lokin fá nemendurnir að flytja lögin sín á tónleikum fyrir framan vini og foreldra.
Nemendur mega endilega koma með sín eigin Ukulele og við mælum auðvitað með að kaupa eitt slíkt svo þau geti æft sig heima. Annars getum við lánað Ukulele fyrir tímana. Kennt er einu sinni í viku í tíu vikur. Hámark 4 í hóp.