Að læra grunninn í teikningu opnar gáttir að stórum heimi hugmynda og sköpunar. Að getað tjáð sig með blýanti og blaði fylgir styrkur og sjálfstraust.
Á þessu námskeiði verður farið í grunntækni í teikningu. Lögð verður áhersla á ímyndunarafl og hugmyndir, frekar en tæknilega útfærslur. Unnið verður með blýöntum, bleki, pennum og jafnvel vatnslitum.
Við munum prufa okkur áfram og vinna fjölbreytt verkefni með mismunandi aðferðum. Áhersla verður lögð á að skapa góðan grunn fyrir nemendur og að prufa sig áfram og njóta tímans.