Farið verður lið fyrir lið yfir alla þætti kvikmynda. Unnið verður hratt og örugglega í kapp við klukkuna því í lok seinni dagsins verður frumsýning fyrir fjölskyldur krakkanna á fullbúnum myndum.
Námskeiðinu er skipt í fjóra hluta á tveimur dögum.
Dagur 1. Deginum verður skipt upp í tvær einingar. Fyrst verður farið í hugmyndavinnu og handritsgerð. Þar fá krakkarnir kennslu í að vinna hugmyndir og skrifa handrit.
Næst verður farið í almenna kvikmyndagerð. Þar fá krakkarnir kennslu í að undirbúa sig fyrir tökur, hvernig myndin verður tekin upp. Tökustaðir valdir og leikarar valdir í hlutverk. Krakkarnir skipta með sér verkum við gerð myndanna.
Dagur 2. Seinni deginum er skipt upp í tvo hluta líka,
Kvikmyndatakan: Krakkarnir munu stjórna allri upptökunni en leiðbeinandi mun fara á milli hópa og aðstoða. Allt verður gert til þess að myndin verði sem best á þessum tíma sem gefinn er.
Eftirvinnslan: Myndinar eru klipptar og hljóðsettar með tónlist og hljóðbrellum af leiðbeinenda. Þegar myndirnar eru svo tilbúnar verður allt gert klárt fyrir stóru frumsýninguna,
Í lok námskeiðs er foreldrum og vinum boðið að sjá afraksturinn.
Bæði kyn 24-25. október