Í maí býður Klifið upp á stutt námskeið í smásagnagerð fyrir börn á aldrinum 10-13 ára. Farið verður í gegnum persónusköpun, frásagnartækni, samtöl og sagnauppbyggingu. Börnin fá að spreyta sig á allskonar ritæfingum og vinna að lokamarkmiði sem er heildstæð smásaga.
Rebekka Sif er reyndur kennari og hefur unnið með börnum og unglingum frá því hún var tvítug. Rebekka hefur lokið B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði og stundar um þessar mundir meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur einnig verið aðstoðarkennari í ritlistaráfanga á B.A. stigi en í haust tekur hún svo við ritlistarhlið áfangans. Ljóð og sögur eftir hana hafa birst í safnritum og um þessar mundir er hún að vinna í sinni fyrstu barnabók.