Á námskeiðinu læra nemendur um karaktersköpun, myndbyggingu, myndræna frásögn og hvernig það er nýtt til að búa til sína eigin myndasögu. Farið verður á kaf í sköpun teiknimyndasagna og hvernig hannaðar eru fjölbreyttar persónur og sögurnar sem þær eiga heima í.
Eflandi námskeið fyrir krakka sem vilja styrkja teikni tækni sína.
Við horfum í veðrið og teiknum úti þá daga sem að veðrið leyfir okkur.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.
Námskeiðið er kennt í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla.
12. júlí -16. júlí (6-9 ára) kl. 9:00-12:00
12. júlí -16. júlí (9-12 ára) kl. 13:00-16:00