Á námskeiðinu vinna börnin fjölbreytt verkefni þar sem sköpunarkrafturinn og hugmyndaflugið fá að njóta sín. Börnin láta ljós sitt skína í samvinnuverkefnum og sjálfstæðum verkum í gegnum hin ýmsu efni og tækni sjónlista. Kennt verður í gegnum leik, sögur og ævintýri, og lífsgleðin höfð að leiðarljósi.