Klifið
  • Námskeið
  • Klifið
  • Skráning
  • Námskeið
  • Klifið
  • Skráning

Lagasmíði

Kennarar
María Viktoría Einarsdóttir
Flokkur:
13-16 ára/ 16-20 ára/ Fullorðinsnámskeið/ Öll námskeið/ Tónlist/
40.600 kr.

40.600 kr.

SKRÁNING
Hefst: 1. febrúar
Tími: Mið · 18:00-21:00
Staðsetning: Sjálandsskóli
Lengd: 5 vikur
Kennslustundir: 5 vikur · 40 mín
Aldur: 8-99 ára

5 vikna námskeið með tónlistarkonunni og markþjálfunum María Viktoría

Ertu með lög ofan í skúffu sem þig vantar hjálp við að klára?

Hefur þig dreymt um að semja en hélst að þú gætir það ekki?

Dreymir þig um að flytja frumsamið lag á sviði?

Dreymir þig um að gefa út lag undir eigin nafni?

Vertu velkomin á fimm vikna lagasmíðanámskeið hjá tónlistarkonunni og markþjálfanum María Viktoría. Hér færð þú verkfæri og stuðning við að semja 1 til 3 lög og færð tækifæri til að flytja þau á LIVE á tónleikum! Þetta eru einstaklingstímar þar sem þú mætir með lagahugmyndir og færð, endurgjöf og hjálp við að vinna í og fullklára þær.  Ertu ekki með grunn af neinu lagi? Engar áhyggjur þá færð þú hjálp og leiðsögn við að búa hann til. Þú færð einnig verkfæri og kennslu í spuna og lagasmíðaaðferðum. Þú færð einnig markþjálfun í hvert þú vilt stefna í tónlist og hvernig þú vilt byggja þig upp sem tónlistarmann. Þú færð svo ráðgjöf og stuðning í sambandi við það.

Hvað er markþjálfun? Samtalstækni til að hjálpa þér að þekkja betur hvað þú vilt, hvert þú vilt stefna og að ná markmiðum þínum.

Þetta er það sem þú mátt búast við að öðlast á námskeiðinu:

-1-3 fullkláruð lög eftir sjálfan þig

-Reynslu af því að flytja lag/lög þín á tónleikum

-Myndbönd með aðferðir og kveikjum til að semja

-Skýrari sýn á sjálfa þig sem tónlistarmann

María Vikoría er tónlistarkona, gítarleikari, lagahöfundur og markþjálfi. Hún hefur leiðbeint og kennt í sjálfboðaliðasamtökunum STELPUR ROKKA!  í fjölda ára og stutt stelpur og kynsegin ungmenni við að semja og spila á hljóðfæri. Hún hefur haldið fjöldi námskeiða í hljóðfæraleik og lagasmíðum, Tónflæði sumarið 2022 með tónlistarkonunni Völu Yates og sjálfsstyrkingarnámskeiðið Vertu þitt sannasta sjálf 2021. Hennar ástríða er að hjálpa fólki að nota tónlist til efla sjálft sig og að finna sína eigin rödd og láta ljós sitt skína.

Hún hefur gefið út fjögur lög undir eigin nafni á Spotify. Hún er lærð á rafmagnsgítar af Popp og Rokk braut hjá Gítarskóla Íslands 2009-2013 undir leiðsögn Ragnars Emilssonar og Djass-og Rokk braut í FÍH 2013-2015 undir leiðsögn Ásgeirs Ásgeirssonar. Ásamt tónlistarnámi í Svíþjóð hjá gítarleikaranum Peter Lidström 2006-2010.

Hún hefur lokið grunn- og framhaldsnámi 2020-2021 í markþjálfun hjá Evolvia og nýtir þá þekkingu og tækni í gítar og ukulele kennslu sinni í einstaklingsbundna kennslu.

Um kennara

María Viktoría Einarsdóttir
Ukulelekennari

40.600 kr.

SKRÁNING
Hefst: 1. febrúar
Tími: Mið · 18:00-21:00
Staðsetning: Sjálandsskóli
Lengd: 5 vikur
Kennslustundir: 5 vikur · 40 mín
Aldur: 8-99 ára

Klifið

Klifið býður upp á fjölbreytt skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna.

Virkjaðu sköpunarkraftinn þinn í Klifinu!

Hafðu samband

  • Garðatorg 7
  • 565 0600
  • klifid@klifid.is

Fylgdu okkur

Leita