Steinn Daði Gíslason

Steinn Daði er trommari sem hefur trommað frá 11 ára aldri. Hann hefur setið á námskeiðum hjá nokkrum af fremstu trommurum landsins t.d. Gunnari Jóns, Ásgeiri Óskars og Bigga Baldurs.

Steinn Daði stundaði nám í FÍH og fór þaðan til Los Angeles þar sem hann stundaði nám við Musicians Institute. Hann hefur spilað allt frá Metal til Jazz og meðal annars spilað á blúshátíðum bæði á Íslandi og erlendis.
Einnig hefur Steinn verið í hljómsveitum hérlendis og erlendis.