Rebekka Ashley Egilsdóttir

Verkefnastjóri

Rebekka Ashley Egilsdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands sumarið 2020. Í náminu lærði hún að vinna í takti við þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir á hverjum tíma og leitaði leiða til að fræða, vekja fólk til umhugsunar, tækla vandamál, fegra umhverfið og vinna að bættu samfélagi. Hún var formaður nemendafélags Listaháskólans í heilt ár og sat jafnframt í stjórn nemendaráðs.

Rebekka Ashley hefur unnið fjölda hönnunarverkefna bæði sem sjálfstæður hönnuður og í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir. Nýlegast hlaut hún styrk til að taka þátt í viðskipta hraðli þar sem hönnun og miðlun var í fyrirrúmi.

Námskeið sem Rebekka kennir