María Viktoría Einarsdóttir

Gítar og ukulelekennari

María Viktoría er tónlistarkona, gítarkennari og markþjálfi. Hún nýtir markþjálfatæknina í kennslu sinni með því að spyrja opinna spurninga og leyfa nemendunum að ákveða sjálfum hvert þeir vilja stefna. Hún hefur mjög gaman að því að kenna og finnst það mikilvægast að mæta nemendum á jafningjagrundvelli og finna áhuga og styrkleikasvið þeirra og vinna út frá því. Hún fór af stað með sumarnámskeið í tónlist, sumarið 2022, undir nafninu Tónflæði með tónlistarkonunni Völu Yates. Þessi námskeið voru fyrir 9-12 ára, unglinga 13-18 en einnig fullorðna þar sem þátttakendur fengu að læra á gítar/ukule, læra söng, semja sitt eigið lag og taka það upp í stúdíói. Hún hefur á undan því reynslu af því að kenna á kassagítar, rafmagsgítar, bassa og ukulele á eigin vegumEinnig kenndi hún á gítar, bassa, ukulele og stjórnaði samspili á sumarnámskeiðum „Stelpur Rokka” árin  2014-2018. Hún kenndi líka í sumarbúðum af sama tagi í Noregi og Svíþjóð. (Sumrin 2016 og 2017) Veturinn 2019 – 2020 bjó hún á Austurlandi og kenndi tónmennt og dans og stjórnaði samsöng í grunnskólanum á Djúpavogi.

Hún er lærð á rafmagsgítar á djass/rokkbraut hjá FÍH og GÍS og meðal kennara hennar voru Ásgeir Ásgeirsson 2013-2015 (FÍH) og Ragnar Emilsson 2009-2013 (GÍS). Hún lærði líka á gítar í Svíþjóð, í tónlistarskóla 2005-2008, og hjá einkakennara, Peter Lidström, 2006-2008 og einnig í Bandaríkjunum 2008-2009 í Rochester(Mn). Hún hefur þar að auki lokið grunn og framhaldsnámi hjá Evolvia. Auk þess hefur hún spilað með fjölda hljómsveita síðastliðin 10 ár ásamt því að stýra eigin verkefnum í tónlist og fást við eigin lagasmíðar og útgáfur.

Námskeið sem María kennir