Júlí Heiðar Halldórsson

Júlí Heiðar Halldórsson

Dans- og leiklistarkennari

Júlí Heiðar Halldórsson útskrifaðist með B.A. gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands sumarið 2018. Júlí Heiðar er í grunninn dansari en hann lærði samkvæmisdans í 14 ár og einnig hefur hann lært hip hop dans. Júlí byrjaði að kenna dans um 18 ára aldur og fagnar því tíu ára kennsluafmæli í ár. Júlí hefur haldið námskeið víða um land á stöðum eins og Þórshöfn, Þorlákshöfn, Hellu og Hvolsvelli, en auk þess hefur hann kennt í skólum í Reykjavík, hjá Dance Center og Dansskóla Jóns Péturs og Köru.

Júlí Heiðar hefur verið í fjölda kvikmynda, stuttmynda og sjónvarpsefni, oftast sem leikari en einnig sem dansari og söngvari. Helstu verkefni hans eru Þar sem vondir verða að vera, Snjór og Salóme, Webcam, Ísabella, Réttur III, Regnbogapartý, Þula, Kristall Plús og Söngvakeppnin 2016, 2017 og 2018. Júlí hefur tekið þátt í tveimur stórum leikhúsverkum, Mary Poppins í Borgarleikhúsinu og Syngjandi í rigningunni í Þjóðleikhúsinu. Auk þess hefur hann tekið þátt í nemendasýningum í leiklistarnámi sínu og ýmsum öðrum verkefnum tengdum tónlist, dansi og leiklist.

Námskeið sem Júlí Heiðar kennir