Íris Beata Dudziak

Píanókennari

Íris Beata Dudziak hóf píanónám hjá Hédi Maróti við Tónlistarskóla Rangæinga árið 2010. Árið 2018 hóf Íris nám við Tónlistarskóla Árnesinga. Þar naut hún leiðsagnar Suncönu Slamnig og Timothy Andrew Knappett, en Ester Ólafsdóttir leiddi hana lokasprettinn til framhaldsprófs, því lauk hún vorið 2021. Íris vann tvisvar til verðlauna fyrir framúrskarandi árangur í tónlistarnámi, við Tónlistarskóla Rangæinga.

Íris Beata hefur sótt ýmis námskeið. Má nefna Píanó plús vorið 2018 í Tónskóla Sigursveins þar sem Nína Margrét Grímsdóttir leiddi verkefni með píanónemendum á framhaldsstigi og Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi sama ár. Í júní 2021 sótti hún kammernámskeið á vegum Menntaskólans í tónlist.

Auk píanónáms hefur Íris lagt stund á þverflautunám hjá Maríönnu Másdóttur við Tónlistarskóla Rangæinga og lauk 4. stigi í þverflautuleik. Íris Beata lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember 2020.

Íris hefur nám í Uppeldis- og Menntunarfræði við Háskóla Íslands í haust 2021.

Námskeið sem Íris kennir