Gunnar Björn Guðmundsson

Leikstjóri

Gunnar Björn Guðmundsson hefur unnið við sjónvarp/kvikmyndir og leikhús í rúmlega 2 áratugi. Gunnar Björn leikstýrði kvikmyndunum Astrópíu, og Gauragangi og hlutu þær báðar góðar viðtökur. Hann leikstýrði Áramótaskaupi Ríkistsjónvarpssins (RÚV) árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Auk þess gerði hann Karamellumyndina sem hlaut Edduverðlaunin sem besta stuttmynd ársins 2003. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndböndum og hundruða auglýsinga. Meðfram kvikmyndagerðinni hefur Gunnar Björn unnið í leikhúsi og hefur hann leikstýrt 25 leikritum í fullri lengd. Undanfarið hefur Gunnar unnið að þáttum með Ævari Vísindamanni fyrir Rúv.

Gunnar Björn hefur haldið fjölmörg námskeið í stuttmyndagerð, leiklist og hefur kennt í Kvikmyndaskóla Íslands síðustu ár.

Námskeið sem Gunnar Björn kennir