Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Forstöðumaður Klifsins

Guðrún útskrifaðist með M.A. gráðu í Menningarstjórnun frá Bifröst árið 2017. Meistararitgerð hennar fjallaði um fræðslustarf barna og ungmenna í leikhúsi. Menning og sköpun hefur verið rauði þráðurinn í gegnum hennar nám, B.A. nám í Listfræði með sagnfræði sem aukagrein ásamt því að hafa stundað nám í fatahönnun. Guðrún stundar nú meistaranám í Markaðsfræði og alþjóða viðskiptum samhliða starfi sínu hjá Klifinu.

Guðrún hefur fjölbreytta reynslu af starfi með börnum sem fullorðnum í skapandi umhverfi. Enda með mikinn áhuga á ólíku skapandi starfi hvort sem það er myndlist, hönnun, dans eða tónlist ásamt því að vera með dellu fyrir útivist og hreyfingu af ólíkum toga.

Netfang: klifid@klifid.is