Guðbjörg Hilmarsdóttir

Guðbjörg Hilmarsdóttir

Söngkennari

Guðbjörg Hilmarsdóttir er söngkona og söngkennar. Guðbjörg útskrifaðist frá Columbus Sate University árið 2014 með bakklaragráðu í söng. Hún hefur starfað sem söngkona á Íslandi frá útskrift og hefur tekið þátt í tónleikahaldi bæði sem einsöngvari og í sönghópum.

Guðbjörg útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 með meistaragráðu í tónlistarkennslu. Hún hefur einbeitt sér að söngkennslu og skapandi tónlistakennslu. Guðbjörg starfar sem söngkennari í Borgarholtsskóla þar sem hún kennir söng sem hópkennslu fyrir leiklistarnemendur.  

Guðbjörg hefur sérstakan áhuga á söngleikjatónlist og fór sjálf á söngleikjanámskeið í Sylvia Young Theatre School í London á yngri árum. Hún tók einnig þátt sem söngkona í uppfærslum Þjóðleikhússins á Skilaboðaskjóðunni, Kardemommubænum og Óliver!.

Námskeið sem Guðbjörg kennir