Björk Viggósdóttir

Myndlistakennari

Description:Björk Viggósdóttir (f. 1982) lauk B.A námi í myndlist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands og stundaði nám í Kennslufræðum við Listaháskóla Íslands og mastersnám í Hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Björk starfar bæði sem listamaður og listkennari. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og víða erlendis. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Suður Ameríku, Evrópu og Asíu. Björk hefur meðal annars verið með einkasýningar á Íslandi í Gallery Þoku 2013, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi D sal 2011 og Hafnarborg 2013. Björk vinnur verk sín oft í marga miðla þar sem myndmálið er oft túlkað þannig að leikið er með öll skynfæri áhorfandans. Björk hefur einnig unnið í nánu samstarfi við tónskáld, tónlistarfólk og dansara við margar sýningar sínar.

Námskeið sem Björk kennir