myndlistarnámskeið

  • Myndasögugerð · 6-9 ára – sumarnámskeið

    19.900 kr.

    Þetta námskeið er fyrir káta krakka með fjörugt ímyndunarafl. Við munum fara yfir öll helstu grunnatriði í myndasögugerð. Þau munu byrja á að skapa persónu sem þau vinna svo áfram með. Þau munu skapa umgjörð fyrir persónuna og semja sögu um hana.

  • Myndasögugerð og persónusköpun · 9-12 ára

    19.900 kr.

    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að teikna og búa til sínar eigin sögur. Á námskeiðinu læra nemendur um karaktersköpun, myndbyggingu, myndræna frásögn og hvernig það er nýtt til að búa til sína eigin myndasögu.

  • Akrýlmálun

    65.600 kr.
    Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlnum. Það verður farið í mismunandi efni eins og pensla, mismunandi gerðir lita og hvernig á að undirbúa striga áður en byrjað er að mála. Einnig verða kenndar aðferðir við að mæla hlutföll á þeim [...]
  • Akrýlmálun fyrir lengra komna

    65.600 kr.

    Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið námskeiðinu Akrýl málun I hjá Klifinu eða hafa almennan grunn í akrýlmálun.

  • Módelteikning new

    76.600 kr.

    Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vilja ná grunnfærni í módelteikningu. Módelinu verður stillt upp í mismunandi stellingar í mislangan tíma og kenndar verða aðferðir til að mæla hlutföll þess. Einnig verður unnið með útlínur, form, ljós og skugga.

  • Teikning: Karaktersköpun & Myndasögugerð

    52.900 kr.

    Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á helstu grunnatriði í karaktersköpun og myndasögugerð. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri að búa til áhugaverðar persónur með baksögu og útfæra og teikna sína eigin myndasögu.

  • Myndlist og málun 6-9 ára

    51.900 kr.
    Námskeiðið er fyrir alla krakka sem elska að mála og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur undirstöðu málunar og æfa sig í að mála allt sem við sjáum í umhverfinu jafnt og með ímyndunaraflinu. Við munum sækja innblástur víða, bæði úti í náttúrunni og inni í kennslustofu og leggjum áherslu á skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Einnig munu nemendur fá að prófa sig áfram með margskonar spennandi efni og verkfæri sem eru á staðnum og læra á þau.