Klifið

UM OKKUR

Markmið okkar er að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins. Við leggjum okkur fram við að efla trú einstaklingsins á eigin getu og þannig þróa með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar.

Við bjóðum upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn jafnt sem fullorðna sem auðga líf fólks. Námskeiðin snúa að tækni og vísindum, myndlist, tónlist, listdansi, leiklist, sjálfsrækt og allir eru velkomnir

Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og kenningum um hæfniþróun.

Klifið er hugsjónafélag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni (non-profit association).

FÓLKIÐ

Klifið er framsækið fræðslusetur og leggur mikið upp úr því að fá til sín sérfræðinga á sínu sviði til þess að leiðbeina á námskeiðum. Í Klifinu þróum við hugmyndir og gerum tilraunir í samstarfi við leiðbeinendur, fagfélög, menntastofnanir og Háskóla. Við setjum upp smiðjur og námskeið, erum óhrædd við að prófa nýtt námsefni og nýjar nálganir í kennslu.

Kjartan Yngvi Björnsson

Kjartan Yngvi BjörnssonRithöfundur Kjartan er annar höfunda bókaflokksins Þriggja heima saga, sem nú telur fjórar metsölubækur, og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín. Hann lærði bókmenntafræði og ritlist við Háskóla Íslands og hefur flakkað vítt og breitt um heiminn í starfi sínu sem rithöfundur. Námskeið sem Kjartan Yngvi kennir 22.900 kr. Skapandi skrif- [...]

Ellen Inga Hannesdóttir

Ljósmyndakennari

+

Björk Viggósdóttir

Myndlistarkennari

+

Jens Júlíusson

Myndlistarkennari

+

Leynileikhúsið

Leiklistarkennsla

+

Júlí Heiðar Halldórsson

Dans- og leiklistarkennari

+