Stefanía Ólafsdóttir

Stefanía Ólafsdóttir

Hugleiðslukennari

Stefanía lauk BA gráðu í víóluleik frá Fontys Conservatorium í Hollandi árið 2004. Hún lauk kennsluréttindanámi frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Stefanía hefur starfað með börnum á ýmsum vettvangi, m.a. sem umsjónarkennari og tónmenntakennari í grunnskóla, sem kórstjóri, sem leiðbeinandi á hugleiðslunámskeiðum fyrir börn og sem leiðbeinandi a sumarnámskeiðum fyrir einhverf börn. Stefanía starfar í dag sem áfangastjóri í nýstofnuðum Menntaskóla í tónlist auk þess að kenna á hugleiðslunámskeiðum.

Stefanía skrifaði bókina Undir heillastjörnu sem hugleiðsluskólinn Lótushús gaf út árið 2017. Bókin inniheldur leiddar hugleiðslur og hugleiðslukort með uppbyggilegum textum fyrir börn og ungmenni.

Stefanía hefur kennt fullorðnum hugleiðslu í hugleiðsluskólanum Lótushúsi undanfarin 14 ár og hefur sótt ýmis hugleiðslunámskeið erlendis, m.a. á Indlandi, Englandi og Þýskalandi. Hún leggur nú stund á alþjóðlegt, viðurkennt barnahugleiðslukennaranám þar sem m.a. er fjallað um aðferðir til að kenna börnum með sérþarfir hugleiðslu.

 

Námskeið sem Stefanía kennir