Kjartan Jósefsson Ognibene

Kjartan Jósefsson Ognibene

Píanókennari

Kjartan hóf píanónám við Tónlistarskólann í Garðabæ þegar hann var 6 ára að aldri. Hann stundaði námið undir leiðsögn Bjargeyjar Ingólfsdóttur í 6 ár, en eftir það sótti hann tíma hjá Ástríði Öldu Sigurðardóttur og Peter Maté og var á þeim tíma ýmist í Tónlistarskóla Hafnafjarðar, Garðabæjar eða Reykjavíkur. Haustið 2011 sneri hann enn á ný í Tónlistarskóla Garðabæjar og kláraði framhaldspróf í píanóleik haustið 2012. Síðan þá hefur hann stundað nám við Tónlistarskóla FÍH og lauk þaðan miðprófi í djass-píanóleik vorið 2015. Kjartan lauk svo Kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar haustið 2017 og hefur starfað sem organisti samhliða því námi ásamt því að kenna í Klifinu.

Námskeið sem Kjartan kennir