Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Verkefnastjóri

Guðrún stundaði BA nám í Listfræði með sagnfræði sem hliðargrein við Háskóla Íslands. Hún stundaði nám í fatahönnun við Københavns Mode og Designskole  á árunum 2011-2012.

Guðrún lauk meistaranámi í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst árið 2017. Þar skrifaði hún meistarararitgerð sína um fræðslustarf barna og ungmenna í leikhúsi.

Guðrún hefur óbilandi áhuga á öllu skapandi starfi hvort sem það er myndlist, hönnun, dans eða tónlist ásamt því að vera með dellu fyrir útivist og hreyfingu af ólíkum toga.