Elín Halldórsdóttir

Elín Halldórsdóttir

Píanókennari

Elín Halldórsdóttir (fædd 29.09.1969) tónskáld, píanóleikari, söngkona og kennari nam píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni við Nýja Tónlistarskólann og Susan Thomas við London College of Music. Hún á að baki langan feril heima og erlendis, sem kórstýra, einsöngkona, höfundur og píanóleikari, auk þess að hafa starfað hátt í 20 ár við fjölbreytta tónlistarkennslu við tónlistar- og grunnskóla á Íslandi. Hún leggur mikla áherslu á sköpunarþáttinn í allri sinni kennslu og þann 6. nóvember næstkomandi kemur út eftir hana námsefnið og söngleikurinn “Ævintýri Sædísar skjaldböku” hjá Menntamálastofnun fyrir öll stig grunnskóla. Ævintýrið inniheldur 8 sönglög og fjallar um Sædísi sem er föst í plasti og lendir í ýmsum ævintýrum til að reyna að losa sig við plastið. Elín gaf út diskinn Tunglið, fljótið og regnboginn árið 2007 og rafrænu smáskífuna Elindiva1, sem finna má á Spotify, í maí 2019, en þar má einmitt finna HAFMEYJULAGIÐ úr söngleiknum eða “Song of sirens” á enskri tungu. Hún starfar nú með öðrum verkefnum sem tónmenntakennari við Fossvogsskóla í Reykjavík.

Námskeið sem Elín kennir